Öryggi Nutcase

We love your brain er eitt af einkennisorðum Nutcase og þeim er full alvara með því. Hjálmarnir frá Nutcase eiga að vera flottir og það sem mestu máli skiptir, öruggir.

Árið 2012 var önnur kynslóð Street hjálmana prófuð og var niðurstaðan mikil vonbrigði fyrir Nutcase þar sem hjálmarnir skoruðu lágt. Í kjölfarið fór fyrirtækið fram á að fá að greina niðurstöðurnar, svo hægt væri að vinna úr þeim, en einhverra hluta vegna þá fengu þeir ekki leyfi til þess. Í kjölfarið var lagt í þá vinnu að endurhanna hjálmana og úr varð Street GEN3, eða þriðja kynslóð Street hjálma, og eru það hjálmarnir sem í boði eru á Íslandi. Þessi hjálmar voru kynntir til sögunnar snemma árs 2014 og eru hannaðir til að mæta öllum ströngustu öryggiskröfum auk þess að bjóða uppá mikil auka þægindi (Fidlock, hökupúði, loftflæði o.fl) svo ekki sé minnst á hversu flottir þeir eru.

Street hjálmarnir eru með þessa svokölluðu AS/NZS 2063:2008 vottun fyrir almennar hjólreiðar en að auki þá eru þeir vottaðir með ASTM-F1492 sem gildir fyrir hjólabretti og “trick skating” eða línuskauta. Þar að auki eru þeir CE vottaðir og “moto” hjálmarnir eru DOTS vottaðir sem skiptir mjög miklu máli fyrir mótorhjólahjálma í dag.

Ef þið viljið kynna ykkur frekar öryggi Nutcase hjálmana þá er hægt að skoða þessa síðu hér

Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir þá öryggisstaðla sem Nutcase hjálmarnir uppfylla.