Rétt stærð?

Rétt stærð á hjálm skiptir gríðarlega miklu máli. Hjá Nutcase er lagt mikið upp úr öryggi og vernd gegn meiðslum með vali á réttri stærð af hjálm. Hjálmur sem smellpassar á höfuðið og er rétt stilltur veitir hámarksöryggi. Hér fyrir neðan eru einfaldar leiðbeiningar um val á réttri hjálmastærð. Mundu svo að fara ávallt varlega!

 

 Skref 1: Mældu ummál höfuðs

 

Byrjaðu á því að mæla ummál höfuðsins í sentímetrum. Notaðu málband og settu það rétt fyrir ofan eyrun og vefðu það um höfuðið. Passaðu upp á að vera með málbandið rétt fyrir ofan augabrúnirnar. Mældu nokkrum sinnum til að fá sem réttasta útkomu. Miða skal við mesta ummál. Ef þú átt ekki málband sem hægt er að vefja utan um höfðuðið er hægt að nota þráð eða tvinna. Tvinninn er settur utan um höfuðið með sama hætti og svo lagður við málband til að finna lengdina.
Á upplýsingasíðum hjálma hjá Nutcase á Íslandi er ávallt að finna töflu sem tilgreinir ummál höfuðs og rétta hjálmastærð.

 

  Skref 2: Mátaðu hjálminn, ef hægt er

 

Þegar þú hefur mælt höfuðmálið og fundið rétta stærð er ágætt að máta hjálminn, ef hægt er. Hjálmurinn á að sitja þannig á höfðinu að hann sitji lárétt og að hann sé ekki of laus á höfðinu. Ef raunin er sú að hjálmurinn er of stór má prufa að skipta út hettum í hjálmnum en með öllum hjálmum koma hettur í mismunandi þykkt til að koma í veg fyrir að hann sitji of laust á höfðinu.

 

  Skref 3: Stilltu hjálminn

 

Gakktu úr skugga um að hjálmurinn liggji rétt fyrir ofan augabrúnir að framaverðu og að hann snerti ekki hnakkann að aftanverður. Bandið undir hökuna á að liggja þétt upp að hökunni en þó ekki það þétt að það skapi óþægindi og hefti öndun. Festið bandið og reynið síðan að hreyfa hjálminn á höfðinu. Ef húðin á enninu á þér hreyfist örlítið við það eitt að hreyfa hjálminn eru stillingarnar réttar. Til þess að stilla hjálminn rétt gæti þurft að skipta út hettum í hjálmnum líkt og nefnt var í skrefi 2.

 

Myndbönd

Metroride

Street: Bike, Skate og Little Nutty