Þriðja kynslóðin af Street hjálmunum frá Nutcase eru öryggisvottaðir fyrir bæði hjólreiðar sem og hjólabretti. Við hönnun þessara hjálma var unnið með alla bestu eiginleika upprunalegu hönnunarinnar og þeir notaðir til að bæta hjálmana frá A-Ö. Öll þessi vinna skilar sér í frábærri hönnun sem gerir þér kleift að tjá þinn einstaka persónuleika með mjúkri og léttri straumlínulaga skel, meira loftstreymi og auka púðum til að sníða hjálminn að þínu höfði.